150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan.

[17:01]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Við hv. þingmaður erum ekki náttúrulegir samherjar. Við erum kannski ákveðin birtingarmynd þess að þessi ríkisstjórn er mynduð yfir hefðbundnar víglínur hægri og vinstri. Segja má að við séum nauðugir samherjar í stjórnarandstöðu og höfum ólíka sýn á fjölmörg mál. Meðal þeirra mála sem ég hygg að við höfum ólíka sýn á er sá miðhálendisþjóðgarður sem hv. þingmaður gerði að umtalsefni áðan. Hv. þingmaður á sér augljós skoðanasystkini innan ríkisstjórnarmeirihlutans þar sem eru ýmsir þingmenn og framámenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Mig langaði að velta því upp við hv. þingmann (Forseti hringir.) hvort liðið hann telji að muni sigra, hans lið í ríkisstjórninni eða mitt lið.