150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan.

[17:06]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór um víðan völl og kom inn á innviðauppbyggingu. Þar sem nú er sett fram flugstefna í fyrsta skipti í sögunni vil ég bara spyrja hvort einhvern tíma hafi verið settur fram jafn skýr vilji til að byggja upp flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum sem fluggáttir. Þann 19. desember sl. var undirrituð viljayfirlýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þess efnis að tryggja frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli til að hann geti þjónað sem fluggátt inn í landið og eflt svæðið og ferðaþjónustu á Íslandi.