150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[18:11]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Fjármálaráðherra fullyrðir að ekki sé hægt að útrýma fátækt, að ekki sé hægt að koma í veg fyrir að einhverjir á Íslandi svelti og þurfi að standa í biðröð eftir mat mánuð eftir mánuð, að þetta sé bara alls ekki hægt vegna þess að það vanti fjármuni. Á sama tíma vil ég spyrja: Hvernig ætlar hann að leysa úr og hverjir eiga að borga klúðrið með Íbúðalánasjóð, 300 milljarða tap vegna mistaka? Yfir svoleiðis virðist vera hægt að yppta öxlum. Er hann eitthvað að gera í þeim málum? Hvert ætlar hann að senda reikninginn? Sú upphæð ein og sér myndi duga í mörg ár til að redda þessu fólki, en hann kemur hérna upp og segir: Það eru ekki til peningar, þeir eru ekki til — en það er búið að tapa þeim. Hvernig væri að rannsaka ofan í kjölinn hvers vegna í ósköpunum er verið að tapa öllum þessum peningum?