150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan.

[18:25]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir ræðuna. Mig langar að spyrja hann hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er á móti einkaframtaki. Mig langar að spyrja hann að því hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er á móti því að fólk hafi tækifæri til að nýta sína krafta í þágu síns sjálf. Ég ætla fyrst að spyrja hæstv. ráðherra, af því að hann sagði áðan að það þyrfti að fara vel með opinbert fé og það væri ekki ótakmarkað til, og langar að vekja athygli hæstv. ráðherra enn einu sinni á því að það er verið að senda fólk til útlanda í liðskiptaaðgerðir sem kosta 2–2,5 falt meira en þær sem eru gerðar hér og hægt er að gera hér og kostar 2–2,5 milljónir á mann sem fer utan á hverju ári. Þessi kostnaður hefur sjöfaldast á árunum 2016–2019. Nú spyr ég: Hvers vegna er hæstv. ráðherra og Sjálfstæðisflokknum svona illa við einkaframtakið að hann lætur teyma sig inn í öfgavinstrisheilbrigðiskerfi (Forseti hringir.) í stað þess að leysa þetta mál? Það eru 1.000 manns sem bíða.