150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan.

[18:28]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Mikið held ég að fólkið á Klíníkinni sé ánægt með það að ríkisstjórninni þykir vænt um bílasala. Hæstv. ráðherra fór náttúrlega eins og vant er fram hjá því sem hann var spurður um. Ég ítreka þetta: Hvers vegna er verið að borga 2–2,5 falt meira á hverja einustu aðgerð sem gerð er erlendis á við það sem þarf að gera hér heima? Og mig langaði að bæta við einni spurningu í viðbót. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki bara stofnaður til að styðja einkaframtakið heldur til að hjálpa fólki að eignast betra líf á eigin forsendum en ráðherra hefur verið alveg þversum á móti því sem við Miðflokksmenn höfum lagt til, að aldraðir t.d. megi njóta þess sem þeir vinna sér inn með því að atvinnutekjur raski ekki lífeyristekjum og að þetta 100.000 kr. skammarfrítekjumark verði lagt af sem kostar ríkissjóð ekki neitt. (Forseti hringir.) Það veitir fólki möguleika til sjálfsbjargar sem ég hélt að Sjálfstæðisflokkurinn væri stofnaður um.