150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan.

[19:04]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það vakti einmitt athygli mína að hæstv. ráðherra gat ekki sagst styðja hugmyndina um þjóðgarð á hálendinu, miðað við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum, bara þessi beinu orð sem ég var að reyna að draga fram hvaðan koma.

Eilítið að öðru máli, stóru líka svo sem, sem er spurning um veggjöld. Það er ekkert fjallað um þau í samgönguáætluninni sem umhverfis- og samgöngunefnd er núna að fjalla um. Það er fjallað um nokkur PPP-verkefni að vísu, en ekki um þau veggjöld sem eru í höfuðborgarsáttmálanum. Ég var að velta því fyrir mér hvenær þau frumvörp sem eiga að koma fram um þau mál verði lögð fram því að ég tel að það sé algerlega óábyrgt að þau komi fram seint á yfirstandandi þingi ef ætlunin er að þau komi á yfirstandandi þingi.