150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan.

[19:42]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Það hefði verið gott fyrsta skref að ríkisstjórnin hefði sest yfir auðlindagjaldið og spurt sig þeirrar spurningar hverju það sætti að sjávarútvegurinn er tilbúinn að greiða þetta miklu hærra gjald fyrir leigu á mjög svo tímabundnum veiðiheimildum, aðeins til eins árs, á sama tíma og þessi atvinnugrein boðar hér ítrekað að það séu allt of miklar álögur í veiðigjöldum á greinina hér á landi. Það er auðvitað miður. Auðvitað var eitt af helstu forgangsatriðum þessarar ríkisstjórnar að lækka veiðigjöldin, þrátt fyrir að við séum búin að horfa upp á batnandi afkomu og sífellt hækkandi afurðaverð og þá þversögn að á þessu ári mun íslenskur sjávarútvegur sennilega hafa mettekjur af sölu sjávarafurða erlendis en borga lægsta veiðigjald sem við höfum nokkurn tímann séð. Það hefði verið ánægjulegt hjá ríkisstjórninni að byrja á því að skoða hvort þetta væri sanngjarnt kerfi.