150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan.

[19:47]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Jú, ég er að mörgu leyti sammála því að það er hægt að hafa það betra. En það eru líka gallar. Við megum ekki gleyma göllunum. Það er rosalega stór hópur ungs fólks atvinnulaus í Evrópuríkjunum, það er mun meira atvinnuleysi þar en hér. Það er bara grafalvarlegt mál. Og við erum líka smáþjóð. Ég get ekki séð hvernig í ósköpunum við sem lítil þjóð ættum að hafa nokkuð um hlutina að segja eða ráða einu né neinu þarna inni í þessu risabatteríi. Ég er hræddur um að við myndum ekki fá neitt út úr slíkusamstarfi nema bölvun. Eg tel að þá myndi skella á okkur það gífurlega atvinnuleysi sem þarna er. En jú, það eru kostir fyrir suma en ekki alla. Ég myndi telja að það væri mun betra að reyna í þessu samhengi að taka upp annan gjaldmiðil en að ganga í Evrópusambandið.