150. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2020.

nefnd um endurskoðun þingskapa.

[13:30]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Líkt og forseti hefur áður tilgreint af þessum stól er vinna í gangi varðandi endurskoðun þingskapa Alþingis. Allir þingflokkar eiga aðild að nefndinni. Með bréfi óskaði forseti eftir tilnefningum allra þingflokka í þingskapanefnd og er nefndin skipuð, auk forseta Alþingis, eftirfarandi þingmönnum:

Frá Sjálfstæðisflokki: Birgir Ármannsson.

Frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Frá Framsóknarflokki: Willum Þór Þórsson.

Frá Miðflokknum: Karl Gauti Hjaltason.

Frá Samfylkingunni: Oddný G. Harðardóttir.

Frá Pírötum: Helgi Hrafn Gunnarsson.

Frá Viðreisn: Jón Steindór Valdimarsson.

Frá Flokki fólksins: Inga Sæland.

Þingskapanefndin hefur þegar hafið störf, fundaði m.a. tvisvar á nefndadögum í síðustu viku og mun næst hittast á morgun.