150. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2020.

menningarsalur Suðurlands.

55. mál
[18:40]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna og frumkvæðið að þessu ágæta máli sem ég styð heils hugar, enda einn af flutningsmönnum með hv. þingmanni. En ég velti fyrir mér hvort hv. þingmaður vildi kannski rifja upp með okkur hvar verkið er statt. Hvað myndi taka langan tíma ef byrjað yrði bara strax í næstu viku, segjum það? Við þingmenn Suðurkjördæmis höfum nú farið þarna saman um og við sjáum að það er heilmikið búið. En það er auðvitað ýmislegt eftir og það er spurning hvað það myndi taka langan tíma ef fjárveitingin kæmi strax, hvort hv. þingmaður viti það. Annars ætla ég ekki að lengja þessa umræðu mikið. Mig langaði bara að spyrja um þetta og þakka þingmanninum um leið fyrir frumkvæðið að þessu máli.