150. löggjafarþing — 52. fundur,  23. jan. 2020.

staðan í Miðausturlöndum.

[10:35]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Þetta var nú frekar óljóst. Stjórnarandstaðan á slíkum fundum ber fram spurningar og auðvitað á það fyrst og fremst erindi við íslenska þjóð hver utanríkismálastefna Íslands er. Hún er að mörgu leyti óljós. Danir hafa sett sér mjög skýra græna utanríkismálastefnu. Svíar femíníska. Stefna Finna er mjög skýr. Okkar er reyndar óskýrari og sundurslitin og kannski helgast það af því að það eru mjög ólíkir flokkar í ríkisstjórn þegar kemur að utanríkismálum. Mig langar að spyrja ráðherra hvort það hafi einhver áhrif. En ég hlýt að spyrja, og ég ætla ekki að gefa hæstv. ráðherra færi á því að víkja sér undan því að svara því skýrt, en mér fannst svarið á fundinum í gær vera mun skýrara: Telur hann að aðgerðin hafi verið lögmæt eða ekki?