150. löggjafarþing — 52. fundur,  23. jan. 2020.

endurgreiðslur skerðinga lífeyrisgreiðslna.

[10:56]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra rýr svör. Við erum að tala um að það fara 4 milljarðar af þeirri upphæð til þeirra sem eru undir 400.000–500.000 kr. Er það hálaunafólk? Hinir fá 1 milljón. Þetta er ykkar verk. Þið getið breytt þessu hvenær sem þið viljið. En að setja þetta svona fram — og í því samhengi vil ég benda ráðherra á að frá 2015 hefur aukning á skerðingum hjá ellilífeyrisþegum farið úr 36 milljörðum í 44 milljarða eða um 7,5 milljarða, og hjá öryrkjum úr 10,5 milljörðum í 16 milljarða, um 5,5 milljarða. Samtals er aukningin rúmlega 12 milljarðar. Þið eruð að auka skerðingar kerfisbundið og svo ætlið þið að verja ykkur með því að þið séuð að gera þetta til að vernda láglaunafólkið af því að annars fái hálaunafólkið svo mikið. Þið getið alveg sett lögin þannig að hálaunafólkið verði skert en hinir ekki.

(Forseti (SJS): Forseti minnir þingmenn á að beina máli sínu til forseta.)