150. löggjafarþing — 52. fundur,  23. jan. 2020.

orð utanríkisráðherra á nefndarfundi og í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:10]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Já, ég tek þessum góðlátlegu tilmælum ágætlega. En ég kom hingað upp til að tilkynna það að ég þyrfti að kalla eftir öðrum fundi með ráðherra vegna þess að mér finnst svörin hér ekki vera í samræmi við þau sem voru á nefndarfundi. Það skiptir auðvitað höfuðmáli að svo lengi sem ráðherra biður nefndir ekki um trúnað yfir orðum sínum hljóta þau að eiga að geta birst þinginu og allri þjóðinni, ég tala nú ekki um þegar um er að ræða gríðarlega mikilvæg utanríkismál og varða utanríkisstefnu Íslands og atburði sem geta haft áhrif á okkur til hins verra um alla framtíð. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)