150. löggjafarþing — 53. fundur,  28. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[15:34]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið. Ég get tekið undir það að það getur skapast freistnivandi, ég get alveg ímyndað mér það. Auðvitað gerðist það á vissan hátt þegar framkvæmdir fóru í raun að stórum hluta fram utan sveitarsjóðanna, jafnvel uppbygging grunninnviða eins og grunnskóla. Það er ekki gott að búa til hvata sem vinna í þá átt að hvetja til slíks, til ógagnsæis í bókhaldi. Hins vegar vegna fyrra svars vil ég benda á að á bls. 19 í greinargerð með tillögunni er mynd sem sýnir heildarskuldir og skuldahlutfall, það eru heildarskuldirnar, ekki A-hlutinn sérstaklega, þar sem hægt er að átta sig á því að staðan er töluvert breytileg.