150. löggjafarþing — 53. fundur,  28. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[15:38]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka svarið. Þetta á eftir að útfæra nánar. Þetta er orðið svolítið viðtekin venja að hlutina eigi eftir að útfæra. Þarna er um að ræða miklar fjárhæðir, 15 milljarða eins og hv. þingmaður sagði. Sér þess stað í fjárlagafrumvarpinu sem var afgreitt fyrir áramót? Sér þess stað í fjármálaáætlun sem væntanleg er? Mun þeirrar fjárhæðir sjá stað þar? Hvenær koma þær og hvernig verður þeim dreift yfir tímabilið?

Nú er gert ráð fyrir sameiningum innan tveggja ára. Ég tel að það verði að fara að gera ráð fyrir þessum fjármunum. Einnig spyr ég um orð hv. þingmanns þar sem hún segir að við höfum verið upptekin af sameiningum síðustu 30 árin. Hverjir hafa verið svona uppteknir af sameiningum? (Forseti hringir.) Hverjir eru það?