150. löggjafarþing — 53. fundur,  28. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[17:52]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Eftir því sem lög ákveða, segir í 78. gr. stjórnarskrárinnar sem lýtur að sjálfstæði sveitarfélaganna, sem segir að við hér settum skólakerfið í fangið á þeim og ýmsa þætti í heilbrigðisþjónustu og ýmis þjónustustig til sveitarfélaga sem áður höfðu verið á höndum ríkisins. Hins vegar veit ég ekki til þess að við hér getum ákveðið t.d. útsvarsprósentur eða hvaða gjöld sveitarfélag ákveður að taka í sínum leikskóla eða annað slíkt þó að það séu einhver viðmið, þannig að frelsi sveitarfélagsins gagnvart sínum eigin málum er algjörlega skýrt í mínum huga. Þessi lagaáskilnaður sem felst í síðari málslið 1. mgr. 78. gr. um sjálfstæði sveitarfélaga, nákvæmlega, er í mínum huga alveg kýrskýr og bara alls ekkert sem ég er í vafa um hvað það varðar.