150. löggjafarþing — 53. fundur,  28. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[18:57]
Horfa

Arna Lára Jónsdóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir andsvarið. Ég er ekki með eina draumatölu og ég held að líta þurfi til ýmissa þátta þegar kemur að góðri stærð fyrir sveitarfélög. Það eru landfræðilegir þættir, félagslegir o.s.frv. Það er kannski líka menningarleg hefð fyrir samstarfi sveitarfélaga sem þarf að horfa til og það geta verið landfræðilegar aðstæður eins og fjöll og ár o.s.frv. Ég held líka að við þurfum að taka skrefið svolítið stórt. Þetta verður mjög átakamikið fyrir marga, þessar sameiningar, verður erfitt og þungt. Þess vegna held ég að þetta sé svolítið eins og með plástur, við þurfum bara að taka hann snöggt af. Svo getum við unnið áfram með það. Ég held að fyrir marga verði þetta mjög erfitt. En eins og ég sagði áðan þarf að horfa til félagslegra þátta, landfræðilegra þátta og svo kannski ákveðinna menningarlegra þátta í þessu samhengi.