150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

jafnrétti til náms óháð búsetu.

[16:15]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég hef litlu að bæta við það sem ég sagði í stuttri ræðu minni áðan. Nema aðeins þetta: Á valdi hverra er það að koma í veg fyrir mismunun, koma í veg fyrir að jafnrétti til náms ríki, hvort sem er vegna búsetu eða efnahags? Á valdi hverra skyldi það vera? Ef einhver í þessum sal, einhver af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar, skyldi velkjast í vafa um það í hvers valdi það er þá skal ég segja ykkur það. Það er í okkar höndum. Það er í höndum löggjafans að taka utan um samfélagið þannig að framtíðin sem liggur í börnunum okkar sé virt og við mismunum þeim ekki hvort heldur sem er hvað varðar búsetu eða efnahag.