150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[16:28]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Flokkur fólksins virðir sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Flokkur fólksins hafnar því að sjálfbær sveitarfélög verði lögþvinguð í sameiningu. Flokkur fólksins getur ekki stutt slíka aðgerð sem hér er verið að greiða atkvæði um. Hins vegar er vel ef við erum að reyna að aðstoða og hagræða og koma til móts við þau sveitarfélög af öllu okkar afli sem raunverulega hafa þörf fyrir og vilja til sameiningar. Að öðru leyti segi ég náttúrlega hingað og ekki lengra, við höfum akkúrat ekkert leyfi til að ganga inn í stjórnarskrárvarinn rétt sveitarfélaga um sjálfstæði þeirra og ætla að þvinga þau inn í eitthvert sameiningarferli sem þau kæra sig hugsanlega ekkert um sjálf.