150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[16:32]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við í Viðreisn styðjum þetta mál en viljum árétta, eins og fram kemur í nefndaráliti meiri hlutans, að það er mikilvægt við útfærslu þess í lagafrumvarpi þegar þar að kemur að sveitarfélögum sé veitt nægilegt svigrúm hvað varðar lögþvingaða sameiningu ef til hennar kemur hvað varðar íbúafjölda. Það er mikilvægt að efla sveitarstjórnarstigið. Vaxandi ábyrgð sveitarfélaga og þau auknu verkefni sem þau hafa tekist á hendur á undanförnum árum og áratugum krefjast þess á endanum að þar sé um stærri einingar að ræða. Því teljum við málið í heild sinni gott og munum greiða atkvæði með því.