Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 55. fundur,  30. jan. 2020.

nýting og vistfræðileg þýðing loðnustofnsins 2000 - 2019, munnleg skýrsla sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

[11:47]
Horfa

Forseti (Brynjar Níelsson):

Samið hefur verið um fyrirkomulag umræðunnar. Ráðherra hefur 10 mínútur til framsögu og 2 mínútur í lok umræðunnar. Einnig hefur fulltrúi flokksins sem óskaði eftir skýrslunni 2 mínútur undir lok umræðunnar. Að öðru leyti skiptist ræðutími svo á milli þingflokka: Flokkur fólksins 8 mínútur, Miðflokkurinn 12 mínútur, Samfylkingin 11 mínútur, Sjálfstæðisflokkurinn 11 mínútur, Píratar 11 mínútur, Framsóknarflokkur 12 mínútur, Viðreisn 9 mínútur og Vinstrihreyfingin – grænt framboð 13 mínútur.