150. löggjafarþing — 56. fundur,  3. feb. 2020.

þjónusta við eldra fólk.

462. mál
[16:58]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þessa umræðu. Þeirri staðreynd að þjóðin er að eldast er fagnað í aðra röndina en þegar kemur að því að mæta þeim fögnuði með gjörðum og efndum breytist hljóðið. Þá er þessi hækkun á meðalaldri karla og kvenna orðin vandamál. Ég spyr: Af hverju? Af hverju er ekki sú staðreynd uppi að stjórnvöld hafi þá skýru stefnu að mæta þessari þróun sem er ekkert að byrja í dag eða í gær? Þessi þróun sem ætti að vera fagnaðarefni alveg í gegn, að eldri borgarar séu að ná hærri aldri, er löngu byrjuð. Þar af leiðandi finnst mér að það ætti að vera alveg uppi á borðinu að því væri mætt með fögnuði í gjörðum og efndum að þessi staðreynd er uppi.