150. löggjafarþing — 57. fundur,  4. feb. 2020.

brottfall ýmissa laga .

529. mál
[14:46]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég kem hingað aðallega til að hrósa hæstv. fjármálaráðherra fyrir þetta frumvarp. Það minnkar frumvarp mitt og Pírata um brottfall laga sem var lagt fram á 149. og 148. þingi um einmitt brottfall 208 laga. 29 af þeim sem eru í frumvarpi ráðherra voru einmitt í því frumvarpi okkar Pírata. Það mál er núna í vinnslu á nefndasviði Alþingis til að gera það að þingsályktunartillögu til að ráðherrar taki það upp hjá sér á sínu málefnasviði að fella brott þau óþörfu lög sem þar er um að ræða. Núna er fjármálaráðherra búinn að taka sín mál og klára þau. Þeim mun færri eru önnur mál sem þarf að vesenast í. Takk kærlega.