150. löggjafarþing — 57. fundur,  4. feb. 2020.

meðferð sakamála.

140. mál
[19:00]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Áhugaverð umræða þar sem dómi um hvað er framsýni og hvað ekki er kastað fram og til baka, mjög merkilegt. Sérstaklega merkilegt hvar stimpillinn endaði í ræðu hv. þm. Þorsteins Sæmundssonar. En mig langaði að vitna aðeins í orð hv. þm. Kolbeins Óttarssonar Proppés sem sagði „að jafnaði opið“. Tengt þeirri umræðu, bara örstutt, vildi ég tengja þetta mál við annað sem hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson hefur ítrekað lagt til, með þeim fleygu orðum: Að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis séu að jafnaði opnir.