150. löggjafarþing — 57. fundur,  4. feb. 2020.

meðferð sakamála.

140. mál
[19:15]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vörn og vernd þeirra sem mæta í dómsal er líka varin með opna aðgenginu. Þar fá þau að halda fram sínum málstað eða flytja sína vörn án milligöngu eða aðkomu annarra aðila sem geta sett hana fram á annan hátt. Það er hægt að vísa beint í hver nákvæmlega málsvörnin var á mun auðveldari hátt ef aðgengið er opið. Þær eru vissulega til staðar þessar áhyggjur sem hv. þingmaður bendir á. En það er líka vörn í því að geta sett sína málsvörn fram algerlega óhindrað og án þess að einhver standi í vegi fyrir því. Þegar allt kemur til alls þá snýst þetta bara um að vega og meta það tvennt og meta hvor rétturinn verndar fleiri. Ég held að það sé opna aðgengið, alla vega í núverandi fyrirkomulagi. Ég held að það sé ástæða fyrir því að það sé þar, frekar en annars staðar.