150. löggjafarþing — 58. fundur,  6. feb. 2020.

samanburður á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi.

550. mál
[11:12]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þessi skýrslubeiðni er ekkert annað en ákveðið lýðskrum sem fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hérna er þyrlað upp pólitísku moldviðri út af ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því sem hún telur hæfilegt hverju sinni. Hérna er verið að rugla saman gerólíkum kerfum og beðið um að þingið samþykki að þessi gerólíku kerfi séu tekin til samanburðar og að í samanburðinum séu meintar mútugreiðslur hafðar með í reikningnum til að þetta komi sem best út í pólitískri umræðu á Íslandi.

Þetta er langt frá því að vera boðleg tillaga og það er engan veginn hægt að styðja hana.