150. löggjafarþing — 58. fundur,  6. feb. 2020.

samanburður á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi.

550. mál
[11:24]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hv. alþingismenn hafa mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna. Þeir hafa fullan rétt á að kalla eftir upplýsingum sem þeir telja mikilvægar fyrir almenning og fyrir störf þeirra sem þingmenn. Ég hef tekið eftir því að þessi hæstv. ríkisstjórn kvartar oftar en aðrar sem ég hef hlustað á síðustu tíu árin undan skýrslubeiðnum þingmanna. Þær eru sagðar of ítarlegar, að skýrslurnar verði of langar og núna heyrist mér helst að skýrslan verði of stutt. (Gripið fram í.) Ég spyr, herra forseti: Við hvað eru hv. stjórnarliðar hræddir? (Gripið fram í: Lýðskrumið.) Auðvitað samþykkjum við þessa skýrslubeiðni vegna þess að mikilvægt er að draga fram þessar upplýsingar.