150. löggjafarþing — 58. fundur,  6. feb. 2020.

samanburður á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi.

550. mál
[11:26]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Menn eru að deila um hvort hér sé um að ræða einhvers konar loddaraskap eða lýðskrum eða að hvort sé beðið um mikilvægar upplýsingar. Hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra fór mjög vel yfir málið og þegar maður horfir á form og framsetningu þessarar skýrslubeiðni held ég að það sé nákvæmlega rétt sem hæstv. fjármálaráðherra sagði um hana. Ég er í sjálfu sér ekki hræddur við neitt. Þetta er ekki sambærilegt, það er ekki sambærilegur kostnaður, ekki sambærileg útgjöld við þessar veiðar og þetta er ekki marktækur samanburður. Þess vegna er þetta loddaraskapur og sýndarmennska.

Flestir verða sennilega á gulum takka en mitt geðslag er þannig að ég er á rauðum takka í öllu þegar kemur að sýndarmennsku eins og þessu máli.