150. löggjafarþing — 58. fundur,  6. feb. 2020.

samanburður á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi.

550. mál
[11:28]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Engum dylst að þessi skýrslubeiðni hittir á einhvern mjög auman blett á ríkisstjórninni, a.m.k. þeim þingmönnum sem hér hafa tekið til máls fyrir hönd meiri hlutans í þinginu. Það er í sjálfu sér athyglisvert að menn bregðist með þessum hætti við einfaldri beiðni. Ef efni beiðninnar er þannig að það muni leiða í ljós að ekki er hægt að bera þetta saman, þetta séu ósambærilegir hlutir og tóm markleysa, kemur það í ljós þegar skýrslan verður afhent. Þá mega menn gjarnan koma hingað og þenja sig yfir því að skýrslubeiðnin hafi verið með öllu tilhæfulaus. En eigum við ekki að sjá (Forseti hringir.) til með hvað skýrslan geymir?