150. löggjafarþing — 58. fundur,  6. feb. 2020.

samanburður á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi.

550. mál
[11:46]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Þegar ég vaknaði í morgun og vissi af þessari atkvæðagreiðslu var ég búinn að taka þá ákvörðun að ég myndi ekki standa í vegi fyrir skýrslubeiðninni heldur yrði á gula takkanum. Eftir að hafa hlustað á umræðurnar sem urðu hér áðan get ég ekki annað en sagt nei. Það er svo augljóst hvers konar leikaraskapur er hér á ferðum. Ég segi ekki nei með neina léttúð í huga vegna þess að ég held að við þurfum að standa vörð um rétt þingmanna til að óska eftir skýrslum en sá réttur verður alltaf að haldast í hendur við ábyrgð þingmanna, að þeir beri einhverja ábyrgð á því sem þeir óska eftir og misnoti ekki þá aðstoð og þann rétt að óska eftir skýrslum eins og hér (Forseti hringir.) er verið að gera, því miður, hæstv. forseti.