150. löggjafarþing — 59. fundur,  17. feb. 2020.

innviðir og þjóðaröryggi.

567. mál
[15:55]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Sporin hræða pínulítið því að það hefur einnig verið í umræðunni að ná einhverjum tökum á fyrirspurnum. Sagt hefur verið að þær séu of viðamiklar og því um líkt. Ég sendi nýverið fyrirspurn til allra ráðherra um lögbundin verkefni ráðuneyta og stofnana og fékk svarið að þetta væri því miður of umfangsmikil fyrirspurn til að hægt væri að senda hana áfram sem ég mótmælti að sjálfsögðu því að auðvitað eiga stofnanir að vita um lögbundin verkefni sín og kostnað við þau. Það er einfaldlega það sem ég var að biðja um, voðalega létt og einfalt fyrir hverja stofnun að svara þó að vitanlega séu þetta margar stofnanir og þess háttar sem gerir gögnin viðamikil. Hver einstök stofnun er samt með mjög einfalda fyrirspurn að svara.

Þetta er nákvæmlega það sem ég er að benda á. Svarið er: Nei, fyrirgefið, þetta er of viðamikil fyrirspurn af því að einhvern veginn eru öll gögnin svo rosalega stór og mikil að ekki er hægt að hafa þetta á fyrirspurnaforminu. Þess vegna vara ég við að setja þröskulda á skýrslubeiðnamöguleika (Forseti hringir.) þingmanna sem getur farið í þessa átt. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)