150. löggjafarþing — 59. fundur,  17. feb. 2020.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

555. mál
[16:02]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir mjög svo knappa yfirferð yfir stutt frumvarp. Mig langaði bara að spyrja hvernig þetta fer saman með frumvarpi til laga um vernd uppljóstrara og hvort ekki sé nauðsynlegt að setja inn í frumvarpið einhvers konar tilvísun í að samt sé persónuverndarfulltrúa að sjálfsögðu heimilt að greina frá atriðum eins og þar segir, þ.e. að ef viðkomandi verði vitni að einhverju misjöfnu í starfi megi hann segja frá því.