150. löggjafarþing — 62. fundur,  24. feb. 2020.

leiga skráningarskyldra ökutækja.

386. mál
[16:53]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S):

Herra forseti. Mikils misskilnings gætir hjá hv. þingmanni sem talaði á undan mér. Það eru hegningarlög í landinu sem snúa að því að ef um stórfelld brot er að ræða taka hegningarlög á því. Þetta mál, mál 386, snýr raunverulega að ökutækjaleigum þar sem verið er að segja: Það er bannað að skrúfa niður kílómetratöluna. Það eru fullkomin lög í landinu um hegningarlagabrot og annað. Það er rannsókn í gangi þannig að ég skil ekki það fussumsvei um málið sem kom fram hér.