150. löggjafarþing — 64. fundur,  25. feb. 2020.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 903, um hvata fyrir fyrirtæki í landbúnaði og sjávarútvegi og líffræðilega fjölbreytni, frá Unu Hildardóttur.

Einnig hefur borist bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 922, um tekjur ríkissjóðs vegna sölu á lyfseðilsskyldum lyfjum, frá Þorsteini Sæmundssyni.