150. löggjafarþing — 64. fundur,  25. feb. 2020.

endurskoðun á lagaumhverfi fyrir smávirkjanir.

310. mál
[16:05]
Horfa

Flm. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef þessi þingsályktunartillaga yrði samþykkt væri hægt að fara samhliða í að kortleggja vatnsaflsvirkjanir af þessari stærð, hvaða áhrif þær hafa haft, hvar þær eru og hvaða virkjunarkostir eru til. Það er verið að vinna að þessu úti um allt land. Hv. þingmaður nefndi hvort ég hefði dæmi. Ég get nefnt sem dæmi uppsetningu á 400 kW virkjun, það þarf að skoða umhverfismat vegna hennar. Það þarf að telja fugla í tvö ár. Við erum kannski að tala um virkjun sem hefur ekki nein áhrif á umhverfi, þau eru fullkomlega afturkræf. Þetta ferli tekur miklu lengri tíma en að byggja, rétt fyrir neðan virkjunina, kannski 1.000 fermetra ferðaþjónustufyrirtæki eða að umbylta landi til ræktunar.