150. löggjafarþing — 65. fundur,  3. mars 2020.

svör við fyrirspurnum.

[14:45]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Herra forseti sagði áðan að herra forseti teldi sig hafa gætt hagsmuna þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það er allt í góðu lagi með það. Herra forseti má vissulega telja sig hafa gert eitthvað en hann á ekki kröfu til þess að almennir þingmenn séu jafnframt á sömu skoðun varðandi það. Ekkert sem hv. þm. Logi Einarsson sagði hér áðan réttlætti þá ofanígjöf sem herra forseti fór með áðan að mínu mati. Herra forseti á enga heimtingu á því að almennir þingmenn séu sammála honum um störf hans. Þeir fella sína dóma eftir framgöngu forsetans og herra forseti þarf í þessu máli eins og við öll að líta í eigin barm. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)