150. löggjafarþing — 65. fundur,  3. mars 2020.

svör við fyrirspurnum.

[14:52]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Þetta er misáhugaverð umræða en ég kem hingað upp til að benda á að nú eru 43 vikur síðan ég óskaði eftir skýrslu frá hæstv. menntamálaráðherra um stöðu mála eftir styttingu náms til stúdentsprófs án þess að hafa fengið svar. Þessi skýrslubeiðni hefur verið flutt tvisvar í þingsal vegna þingskapa, en 43 vikur í eina skýrslu sem hefur að sögn hæstv. ráðherra verið unnin allan þennan tíma er helst til mikið í lagt og óska ég liðsinnis forseta.