150. löggjafarþing — 65. fundur,  3. mars 2020.

svör við fyrirspurnum.

[14:56]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég ætlaði ekki að taka þátt í þessari umræðu en ég get ekki annað. Mér finnst ég vera að horfa á endurtekið efni aftur og aftur. Við erum eins og hamstrar á hjóli, það er alltaf sama umræðan. Á að svara fyrirspurnum? Við hljótum að geta leyst þetta mál. Ég segi fyrir mitt leyti að ég hef verið hinum megin, að horfa á svona umræðu í sjónvarpi. Það eina sem ég gerði var að standa upp, slökkva og fara að gera eitthvað annað.

Við verðum að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll, svara fyrirspurnum og sjá til þess að málum verði lokið. Annars verðum við hérna aftur og aftur. Við gleymum þessu, komum aftur eftir mánuð og byrjum nákvæmlega sama hringinn. Ég held að það sé ekki til að auka virðingu þingsins að við endurtökum þetta eina ferðina enn.