150. löggjafarþing — 68. fundur,  3. mars 2020.

þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

317. mál
[16:49]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara í slíkt hnútukast að dæmi hv. þingmanns eins og hann var með hér áðan. Ég var búinn að renna yfir þetta og Jónsbókarákvæðin eru nú í lagasafninu mörg hver, en ekki þetta tiltekna sem ég nefndi varðandi dýptarviðmið. Og orð í nefndaráliti um að þetta gildi — ef þetta er ekki í lagasafninu og hugsanlega búið að fella það úr gildi, hvert er þá gildið? Nefndarálitið? Ég hafði því réttmæta ástæðu til að koma hingað upp og nefna að þetta dýptarviðmið væri ekki að finna í lagasafninu, hvað sem þessu nefndaráliti líður, hv. þingmaður.