150. löggjafarþing — 69. fundur,  4. mars 2020.

breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar.

332. mál
[17:30]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessu almennt og sérstaklega 22. gr. þar sem tíu af þeim lögum sem þar falla brott eru lög sem eru í frumvarpi Pírata um brottfall tómra laga. Þá minnkar það frumvarp um tíu. Áður var fjármálaráðherra búinn að taka nokkur lög af þeim lista og ég hvet afganginn af ráðherrunum til að klára þann lista þannig að kannski þurfi þingið ekki að vesenast með þetta í einu lagi þar.