150. löggjafarþing — 69. fundur,  4. mars 2020.

breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar.

332. mál
[17:33]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í þessari atkvæðagreiðslu er líka verið að taka burtu leyfisveitingar fyrir sölu á notuðum bílum. FÍB mótmælti þessu harðlega og ég tel að þetta sé mjög mikil afturför vegna þess að þarna eru miklir hagsmunir undir. Bent hefur verið á að þeir sem lenda í vandræðum vegna sölu notaðra bíla geti kært en þeir þurfa þá að standa undir öllum þeim kostnaði sjálfir. Þarna er farið langt aftur og mér finnst sorglegt að skella svona inn vegna þess að í sjálfu sér er þetta mál gott, þ.e. að taka til í þessu regluverki. Við eigum að gera það þannig að við séum ekki að skaða neytendur á einn eða neinn hátt.