150. löggjafarþing — 71. fundur,  12. mars 2020.

frestun fjármálaáætlunar.

[11:07]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Það er að sjálfsögðu ekkert leyndarmál, eins og kom fram í mínu fyrra svari, að með stofnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar annars vegar og aðskilnaðinum við bréf ÍL-sjóðs hins vegar lá fyrir að þetta yrði ekki áfram inni í Seðlabankanum til langframa. En sú ákvörðun að dreifa þessu núna á viðskiptabankana er ný í þessu samhengi. Hugsanlega hefðu aðrar leiðir verið mögulegar, horfa til að mynda til tiltekinna banka eða eitthvað slíkt. Þessi ákvörðun snýst um að allir bankarnir geti haft lausafjársvigrúm til þess að veita fyrirtækjum fyrirgreiðslu. Ég tel að þetta hafi allt verið unnið með mjög opnum og gagnsæjum hætti af því að hv. þingmaður kallar eftir því.