150. löggjafarþing — 72. fundur,  12. mars 2020.

sveitarstjórnarlög.

648. mál
[17:28]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég ætla að ítreka: Ráðherra getur ákveðið að sveitarstjórn sé heimilt. Sveitarstjórn er ekki heimilt að taka ákvarðanir um reglur um sameiningu sveitarfélaga. Þessi heimild er ekki endilega bundin við kafla. Hún er bundin við þær heimildir sem snúa sérstaklega að ákvörðunum sem sveitarstjórn tekur um stjórn sveitarfélagsins.