150. löggjafarþing — 73. fundur,  13. mars 2020.

staðgreiðsla opinberra gjalda og tryggingagjald.

659. mál
[11:36]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Tekjuöflunarkerfin hafa þetta hlutverk. Tökum eitt dæmi, það myndi lítið gagnast í augnablikinu að segja að vegna ársins 2019 verði tekjuskatturinn lækkaður ef fyrirtækin verða hvort eð er rekin með þeim hætti að þau séu ekki líkleg til að greiða tekjuskatt vegna ársins 2019. Það gæti hljómað á yfirborðinu sem mjög yfirgripsmikil og stór aðgerð en ef áætlaður tekjuskattur ársins 2019 er hvort eð er að falla gagnast hún ekki eins og kannski virðist á yfirborðinu. Það er þetta sem ég á við, við höfum smíðað kerfi sem skilur peninganna eftir hjá fyrirtækjum ef það er enginn hagnaður og engin umsvif til að greiða skatta af. Þetta þurfum við að hafa í huga. Ríkið mun þess vegna taka á sig verulega dýfu og taka á sig að fjármagna samneysluna þrátt fyrir að (Forseti hringir.) fyrirtækin leggi ekki af mörkum.

Við erum rétt að byrja þessa umræðu.