150. löggjafarþing — 76. fundur,  17. mars 2020.

tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví.

667. mál
[16:19]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra skýr og greinargóð svör. Eins og hæstv. ráðherra er kunnugt um nefndi sá sem hér stendur nákvæmlega þetta sama mál fyrir þingnefnd en ég tel mikilvægt að það fari inn í þingtíðindin að þetta sé skilningurinn. Til þess er kallað eftir þessu svari frá hæstv. ráðherra og ég þakka fyrir það.

Varðandi það síðara getum við sagt að ákvæði 9. og 10. gr. ættu að duga til að halda utan um þetta. Miðað við það sem ráðherra hefur sagt ætti einmitt það að hnykkja á þessu atriði í nefndaráliti að duga sem lögskýring til að réttindi þeirra sem eru annars vegar svo óheppnir að lenda í sóttkví en hins vegar svo mikilvægir í samfélaginu að taka þátt í því verkefni að sæta sóttkvínni séu algjörlega á hreinu og að ekkert fari á milli mála til að hafa þetta eins einfalt og kostur er.