150. löggjafarþing — 76. fundur,  17. mars 2020.

tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví.

667. mál
[16:21]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Ég tek undir með hv. þingmanni, ég held að það væri bara gott að skerpa á þessu í nefndaráliti eða eitthvað slíkt vegna þess að ég hef skilið þetta með þessum hætti. Það má lesa það út úr frumvarpinu en það má líka lesa það eins og hv. þingmaður nefnir.

Ef einstaklingur fer tvisvar í sóttkví held ég að best sé að vísa í það sem kemur fram í 8. gr. þar sem talað er um upphæðina, 633.000 kr., sem miðist við almanaksmánuð. Þar erum við að segja að það sé grunnurinn. Á mánaðargrunni eru það 633.000 kr., þ.e. 21.100 kr. á dag. Hver svo sem ákvörðun sóttvarnalæknis er eru það tilmælin sem unnið er út frá og þess vegna er ramminn miðaður við mánaðargrunn en ekki eingöngu við þessa 14 daga. Þetta voru mjög góðar ábendingar frá hv. þingmanni.