150. löggjafarþing — 79. fundur,  20. mars 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

664. mál
[15:09]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þá góðu samstöðu og þá góðu vinnu sem var unnin í velferðarnefnd með þetta mál. Það hefur tekið mjög miklum breytingum í meðhöndlun nefndarinnar sem tryggir að þetta verður mun bitmeira úrræði fyrir atvinnulíf og heimili. Ég trúi því að við séum að samþykkja hér mál sem geti komið að miklu gagni til að milda það högg sem hagkerfið er að ganga í gegnum á þessum erfiðu tímum. Við á þingi þurfum eftir sem áður að vera vakandi. Þetta er unnið mjög hratt og það má vel vera að við þurfum að vinna frekari breytingar og lagfæringar á þessu máli eftir því sem reynsla af því hlýst.

Málið er gott eins og það er komið úr meðhöndlun velferðarnefndar og ég styð það heils hugar.