150. löggjafarþing — 80. fundur,  20. mars 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

664. mál
[15:23]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Við erum að samþykkja hérna tímamótalög, fyrstu lögin í þeim pakka sem þarf að fara í út af Covid-19 veirunni. Það hefur sýnt sig í velferðarnefnd að nefndin getur starfað eins og ein þegar á þarf að halda. Ég þakka formanni velferðarnefndar og öðrum velferðarnefndarmönnum fyrir frábæra vinnu sem og starfsfólki. Ég vona heitt og innilega að í næstu málum verði tekið til fyrirmyndar hvernig þetta starf fór fram og ég trúi því.