150. löggjafarþing — 82. fundur,  23. mars 2020.

aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

683. mál
[11:48]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi virðisaukaskatt þá höfum við verið að beina sjónum okkar að staðgreiðslunni, að tryggingagjaldinu, að aðflutningsgjöldunum og erum að meta hvort stíga þurfi frekari skref. Varðandi atvinnuleysisbætur vil ég minna á að þessi ríkisstjórn hækkaði atvinnuleysisbætur fyrir innan við tveimur árum síðan um tæp 20%, um tæp 20% í einu skrefi. Okkar aðgerðir á þessu stigi máls snúa að því að forða þeirri bylgju atvinnuleysismála sem var fyrirséð og við erum, í staðinn fyrir að taka inn á atvinnuleysisskrána og hækka bæturnar þar, hreinlega að taka að okkur að standa undir stórum hluta launagreiðslna fólks í reynd sem ella hefði orðið atvinnulaust. Þessa hluti verða menn að setja í eitthvert samhengi.