150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

greining Covid-19.

[10:29]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég vil líka í þessu samhengi benda á að upphaflega reyndu Kínverjar að breiða yfir útbreiðsluna og nýjustu upplýsingar sem ég hef um það hvenær fyrsta smitið fannst var um miðjan nóvember á síðasta ári. Ég veit um einstaklinga sem voru einmitt í borginni í Kína og komu frá Kína og voru hér á landi í desember. Ég veit um einstakling sem veiktist mjög illa á þeim tíma. Ég veit að það er hægt að komast að þessu með því að taka blóðprufu sem er örugglega dýr framkvæmd en ég hugsa með mér að það væri eiginlega frábært ef ástandið væri þannig að stór hópur þjóðarinnar væri orðinn ónæmur fyrir viðkomandi veiru. Maður tekur ekki séns, maður veit það ekki, en það sem mér finnst eiginlega furðulegast í þessu er hvað þetta er algjörlega eins. Ég hef ekki fundið eitt atriði sem er öðruvísi af því sem ég fékk og (Forseti hringir.) lýsingunni á þessari veru.